mánudagur, mars 20

ég trúi........


"oh parting is such sweet sorrow.."

ég er frekar dramatísk ein heima hjá mér að hlusta á sigurrós og vitna í sjeikspír...
kannski er það stemmingin eftir yndislega fimm daga..
ekki nógu spes að koma heim í ritgerðarskrif og skólageðveiki...
það var svo dejlig að kúra bara og kela allann daginn....

við reyndar afrekuðum það að fara í Louisinana safnið sem mig minnir endilega að Sigga Danska hafi frætt mig um í Myllubakkaskóla, eða kannski var það hún Anna norn í MH? æj, man ekki en allavega í safn við fórum!
við sáum sýningu hjá Baselitz

sem var mjög gaman, sérstaklega í ljósi þess að allar myndirnar hans hanga á hvolfi...
ég sé fyrir mér frekar fyndið matarboð þar sem enginn þorir að vera dónalegur og benda á að málverkin hangi nú öfugt...
rosalega hlýtur það að vera truflandi að sjá 15 málverk hanga á hvolfi en... svona EIGA þau að vera...
alger snilld!

menningarlegur laugardagur í safni, sushi í aftenmad, sem var alveg svakalega gott namminamminamm, og rauðvínsbrölt á krám hafnarinnar...
gerist ekki betra held ég.

það fór lítið fyrir strútinum á föstudaginn þar sem að skortur er á öðru fuglakjöti en kjúlla og kalkún í danaveldi; hvernig á því stendur skil ég ekki alveg, en svangir magar deyja ekki úr hungri....
við elduðum tómatsúpu með spínati og kotasælu og hituðum okkur hvítlauksbrauð.. þessu var svo skolað niður með eðal hvítvíni danans, poulli-fumé, eða eins og ég kýs að kalla hana vínið-sem-ég-mældi-með-en-hafði-aldrei-smakkað-því-var-svo-dýrt.
að sjálfsögðu hlustuðum við á klassíska franska tóna og þóttumst vera verkalýður á stríðstímum frekar en upper class....

eitt sem er svoldið skemmtilegt við hr.dana er það að hann elskar að pæla í fólki... eitthvað sem er passionið mitt í lífinu!
við skemmtum okkur konunglega á uppáhaldskaffihúsinu hans að mæla og pæla í hinum og þessum týpum..
þetta past time er óneitanlega skemmtilegra í borg þar sem ég þekki ekki neinn og fæ ekki samviskubit yfir því að ég sé að vera beygla og baktala einhvern, síður en svo, þetta er bara mín íslenska "athugun" á menningu og tískufyrirbærum annara þjóða....hmmm...
samt frekar vandræðalegt þegar ég ætlaði að missa mig yfir hr.dana vegna eins stráks sem kom á kaffihúsið en þeir svo bara þekktust og hann settist hjá okkur.....
lalalalala...

í köben fæst hálfur líter af kakómjólk; nú spyr ég ráðamenn MS, hvernig stendur á því að þetta er ekki til hérna heima?
ALLTAF þegar maður fer í bakarí og langar í kókómjólk með girnilega bakkelsinu sínu þá þarf maður að kaupa 2 ef ekki 3, afhverju má ekki bara leysa þetta mál?
kynlegt....

annars stefnir vikan í námskeið hjá rauða krossinum, verkefnaskil, námsráðgjafa heimsókn og vísó í IMG-Gallup... og kannski pínu söknuð...og kannski smá kertaljósakúr við tóna magic numbers og arcade fire....bara kannski samt.

ísland...best í heimi?

siggadögg
sem er syfjuð og dösuð eftir fimm daga kossaflens og kelerí...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úuuuuuuuu sæta ohh það hefur greinilega verið æði pæði hjá þér
er búin að sakna þín helling snúllan mín
love djónes

eks sagði...

já þetta hljómar allt bara skrambi vel :) En það er samt til hálfslíters kókómjólk, en bara í bónus og hagkaup held ég! það mætti alveg vera til svona 75cl fernur, það væri alveg puurrrfect ;) Hey já það sem ég sagði þér um daginn að væri alveg pottþétt að fara að gerast gerðist ekki..... understand, no names ;)